Skuldir þjóðarinnar vegna innlánsreikninga ( icesave ) og Baugs hinsvegar.

Skuldir sem Jón Ásgeir og hans fyrirtæki skulda eru um 200 miljarðar er mér sagt og eignir eru sennilega ekki helmingurinn af þeirri upphæð. Ef svo er þá eru skuldir þær er lenda á þjóðinni um 100 miljarðar.

Icesave skuldir geta verið í besta falli 75 miljarðar en líklega eru þær svipaðar og Jón Ásgeir og hans félög skulda og eiga ekki eignir á móti. Hversvegna mótmæla mótmælendur ekki meðferð fjármuna hjá Því ágæta fyrirtæki Baugi ég held að það væri í samræmi við annað nú er Davíð farinn á þá ekki að taka þann næsta sem ber mun meiri ábyrgð. Kannski hefur það fyrirtæki greitt í sjóði þeirra til að fá frið hver veit hvað notað er til að fá frið og að koma kastljósinu af sér á aðra það hefur verið ekki leiðst þeim Jóni og félögum að láta berja á Davíð.

Ég vil ekki æsa til óeirða heldur að það er skrýtið að þeir sem mesta ábyrgð bera á útrásinni sleppa alveg við ádeilualmennings. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Björgólfur og Jón Ásgeir hafa reynst þjóðinni dýrir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.2.2009 kl. 20:45

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Já og þeir fá svo mikið lof fyrir að vera svo góðir styrkja góðgerðarmál Landspítalann og bara nefndu það þetta eru svo góðir gæjar.

Þeir kunna að kaupa sér vinsældir og reka fjölmiðla svo ekki sé sagt frá því sem ekki má seigja frá.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 26.2.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband