Dómgreindarleysi og Hroki stjórnar H. B. Grandi að greiðir arð þegar launþegar gefa eftir samningsbundin laun

Það er með ólíkindum það dómgreindarleysi stjórnar H.B .Granda að greiða hluthöfum arð þegar samningsbundin laun hafa verið gefin eftir.

Með þessu er stjórn Granda að sýna verkafólki sýnu fingurinn og það er mjög líklegt að þeir fái hann til baka við næstu ákvörðunartöku um laun.

Þessi framkoma er svo mikil lítilsvirðing við það starfsfólk sem hefur unnið og vinnur hjá þessu fyrirtæki að það tekur engu tali og gerir það að verkum að við sem störfum í veraklíðsfélögum verðum að fá upplýsingar um stöðu fyrirtækja áður en svo mikið sem tomma er gefin eftir af gerðum samningum.

Það er óþarfi að hjálpa þeim sem ekki vill hjálp og þurfa hana ekki.

Gylfi forseti ASÍ ætti að fara varlega í að alhæfa í svona málum ef þarf að gera samning um eftirgjöf á umsömdum launum þarf að binda þann gjörning  við að eigendur hirði ekki þann sparnað til sýn.

Þetta er ekki ósvipað og í bönkunum allir hvattir til að leggja fé á peningamarkaðssjóði og síðan rændu eigendur bankana þeim. Þetta er viðbjóðsleg hroki og mannfyrirlitning. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Jón Ólafur !

Tek undir; meginefni þinnar ágætu greinar.

Rétt þykir mér; að árétta lénsherra hátt Gylfa Arnbjörnssonar, ASÍ eiganda, og eins þeirra lúða, hverjir sverja sig, í raðir VÍTISENGLA þeirra, sem enn ganga lausir, eftir hrun samfélags okkar.

Hvergi; á byggðu bóli, þessa heims, hefði verið farið, með slíkum silkihönskum, um slíka ódrætti, sem hér á Fróni - Jón minn.

Með beztu kveðjum; sem fyrr, austur yfir fljót /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 22:04

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Jón.

Gleymdu ekki lestinum "græðgi" þessir HB Grandakallar standa allir fyrir þeim lesti fyrst og fremst.

Guðmundur Óli Scheving, 14.3.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband