Þá var stjórnin mynduð á Selfossi í kvöld. Steingrímur forsætisráðherra.

Það var samhljómur með Sjálfstæðismönnum og V.G á Selfossi í kvöld það er ljóst að samfylkingin getur ekki hugsað sér að fara í stjórn án aðildarumsóknar að EB en V .G og Sjálfstæðismenn voru alveg á móti því gætu hugsað sér að láta kjósa um hvort að í aðildarviðræður ætti að fara ( Klúður )

Þá kom fram hjá Björgvin að hann gæti og vildi semja á sömu nótum og Framsóknarflokkurinn.

 Þannig eru þá tvær blokkir á sitthvorum arminum Framsókn og Samfylking geta hugsað sér að semja um að auðlindir og fullveldi á samt  landbúnaði væri tryggður en svo V.G og Sjálfstæðismenn um enga aðild, og er sú blokk mun stærri í dag ,en það getur breyst fram að kosningum ef kjósendur vilja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Jón

Það er algjört ábyrgðarleysi að taka ekki afstöðu í ESB málinu, Sjálfstæðisfl. er klofinn og nakinn í málinu, en hver er afstaða Framsóknarfl..

Ef mig langar að hringja í þig, þá bara geri ég það, en það fer ekki fram atkvæðagreiðsla á heimilinu um hvort það skuli gert!

Ingimundur Bergmann, 21.4.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Hjálpin kemur frá ESB og Evru, ekki frá Bjarti Ben og félögum.

Botnaðu nú, Jón.

Í aulahrolli engist ég, enginn við mér lítur.

Bjarni G. P. Hjarðar, 21.4.2009 kl. 18:39

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Sæll Ingimundur ég er sammála þér það þarf að sækja um og sjá kvað við getum fengið það vill Framsókn en Framsóknarflokkurinn setur skilyrði um að ekki sé fórnað auðlindum og tekið sé tillit til landbúnaðarins hér að hann sé hægt að stunda, það heyrðist mér að Björgvin væri sammála okkur Framsóknarmönnum á fundinum .

Það á ekki að kjósa um hvort við viljum skoða málið hvernig verður sú kosningarbarátta ? það verður lyga vefur um það sem enginn veit  

En V.G og Sjálfstæðismenn voru í takt um að vilja ekki athuga málið.

Bjarni ég er ekki skáld en Bjarni Ben er alveg út á túni með sitt lið talar út og suður og um það sem ekki er hægt.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 21.4.2009 kl. 22:34

4 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Jón

Mér virðist sem við séum sammála og er það vel. Finnst stundum að ég hafi ekki verið sammála framsóknarmanni síðan Guðni hvarf af vettvangi.

Ingimundur Bergmann, 23.4.2009 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband