Ekki styrkist krónan, þrátt fyrir töfralausnum ríkistjórnarinnar .

Samfylkingin sagði eitt sinn það er nóg að sena umsókn um aðild að EB þá styrkist krónan, nú er það búið ekki styrktist hún við það þá var það þessi samningur við Breta og Hollendinga. þegar sér fyrir endann á þeim þá styrkist krónan en hvað gerist ekki neitt nema að hún veikist ef eitthvað er.

Þá er talað um gjaldeirssvarasjóð hann þurfi að stækka þá styrkist gengi en ég trúi ekki á svona galdra þeir duga ekki.

Ríkistjórninni verður að hætta að hugsa í einhverjum töfralausnum það er ekki nein ein lausn sem dugar það er bara að auka útflutningstekjurnar og til þess þarf að styðja þau fyrirtæki svo þau geti unnið á fullum dampi ,  sem betur fer hækkar álið og það mun hjálpa mikið til þá eru það veiðar sem ganga vel ferðaþjónustan er að ganga sæmilega en þessar greinar skulda allt of mikið til að geta verið að gera sitt besta það þarf að skoða mál þessara fyrirtækja fyrst og létta þeim róðurinn og koma þeim fyrir vind. Þá kemur krónan á eftir.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir að Samfylkingin hafi sagt að nóg væri að senda inn umsókn að ESB, þá færi krónan að styrkjast.

Þetta virðist hafa farið fram hjá mér. Þú gætir kannski sagt mér hverjir sögðu þetta og hvenær.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 23:29

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Svavar Þetta var sagt í kosningabaráttunni og líka þegar Samfylkingin var að reyna að beygja Sjálfstæðismenn til að fallast á að sækja um aðild í þeirri ríkistjórn sem þá sat, að með umsókn væri gefin línan hvert Ísland stefndi í peningamálum og það myndi styrkja gengi krónunnar, sem ekki hefur orðið reyndin frekar en aðrar töfralausnir.

Evrópubandalagið mun ekki bjarga okkur frekar en Lettum við verðum að gera það sjálf

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 19.8.2009 kl. 10:13

3 identicon

Þú svaraðir ekki spurningunni.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 19:06

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

 Svavar hér hefur þú eina grein er fjallar um málið sem þú ekki vilt kannast við og fleri get ég fundið en ætla ekki að gera 

Endurreisn samfélags okkar byggir á umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Lífskjör okkar eru í húfi. Hægt er að hefja undirbúning að upptöku evru samhliða samningaviðræðum um aðild að ESB. Enginn annar kostur stendur til boða varðandi gjaldmiðlaskipti. Það hefur margoft komið skýrt fram í máli forystumanna ESB. Þeir eru hins vegar tilbúnir að semja við okkur um inngöngu á 9 til 12 mánuðum. Það þýðir að hægt er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning á næsta ári. Þá getur hver og einn metið kosti og galla ESB aðildar.

Það er mikilvægt því ESB býður upp á varanlegar sérlausir í sjávarútvegs-, landbúnaðar- og byggðamálum í aðildarsamningum. Það sýna samningar Norðurlandanna og Maltverja. Kjósi þjóðin aðild er hægt að tengja krónuna við evru fáum vikum eftir að gengið er í sambandið. Planið getur ekki verið skýrara. Valið stendur á milli þessarar áætlunar eða óbreytts ástands innvafins í útópíu töfralausna.

Mörg heimili og flest fyrirtæki eru í nauðvörn. Umsókn um aðild ásamt yfirlýsingu um að stefnt verði að tengingu krónunnar við evru myndu þegar í stað styrkja efnahagslífið. Íslensk fyrirtæki fengju greiðari aðgang að erlendu lánsfé. Vextir heimila og fyrirtækja myndu lækka. Fyrirtæki gætu hafið enduruppbyggingu og fjölgað störfum. Gengi krónunnar er líklegt til að styrkjast og verða stöðugra þar til krónan verður tengd evrunni. Þetta þýðir minni verðbólgu, lægra vöruverð - bætt lífskjör.

Við getum staðið utan ESB og notað krónu áfram. Það mun hins vegar þýða áframhald launalækkana, fækkun starfa, viðskiptahöft og skömmtun gjaldeyris. Við Íslendingar höfum sjaldan eða aldrei haft eins skýran valkost í alþingiskosningum. Á laugardaginn stendur valið á milli farsællar framtíðarinnar meðal þeirra þjóða sem í fremstu röð standa eða heimatilbúinna hafta.

Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði og skipar 6. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík norður.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 20.8.2009 kl. 08:48

5 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Jón og takk fyrir tilskrifið. Samkvæmt þessu hefur Samfylkingin ekki haldið því fram að nóg sé að sækja um til að krónan styrkist.

En hvert er málið? Sjálfsagt að halda stjórnvöldum við efnið, en seint verður hægt að segja með sanni að núverandi flokkar hafi framkvæmt einkavinavæðinguna, né smíðað hrunið. Grunnurinn var lagður af hermangsflokkunum, sem sakna nú vinar í raun.

Ingimundur Bergmann, 22.8.2009 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband