Lilja Mósesdóttir er farin að sjá ljósið í tillögum sem Framsóknarflokkurinn lagði fram, en auðvita þarf hún að koma með aðra útfærslu á þeirri leið. Gott mál

Það er í góðu lagi að koma með aðra lausn að sama tagi það er ekki fyrr en nú sem V.G fólk er farið að viðurkenna að það getur verið leið að færa höfuðstól skuldar niður og það er vel,vonandi koma góðar leiðir út úr þessu þær koma einungis ef þær eru ræddar og skoðaðar, en ekki skotnar í kaf án umræðu eins og Samfylkingin hefur gert.

 Ég sé afmarka á þessari útfærslu hennar ég myndi vilja láta 4 miljónirnar deyja út á 9 miljónum eða svo og hafa töluna heldur hærri því það er mikið af fólki sem skuldar 50 miljónir þar mætti skera af 8 miljónir eða hafa 20 prósentin þannig að þau giltu frá 50 miljónum til 8 miljóna .

Hvers vegna að afskrifa meira af hærri lánum? það er mín trú að það fólk sem skuldar þannig upphæðir sé millistéttarfólk og háskólamentað ungt fólk ef það sér enga framtíð á Íslandi þá er það farið úr landi og kemur ekki aftur því það lætur lýsa sig gjaldþrota hér og verður niðurlægt af samfélaginu þannig að það getur ekki litið heim með stolti til landsins sem hengdi því fyrir að leggja á sig nám og svo hrundi heimurinn yfir það.

  Þá er þetta það fólk sem yfirleitt beru uppi samfélögin það borga mestu skattana og þar með mest til samfélagsins það þarf góðar tekjur til að greiða af svona háum lánum það er miklu frekar að færa niður lán en að greiða vaxtabætur þær koma löngu seinna en til vaxtanna er stofnað. Þetta er fólkið sem alltaf er látið borga allt og oftast án hjálpar ef kaup er hækkað þá á það helst að fá sömu krónutölu ekki prósentur eins og þeirra sem lægri tekjur hafa, og nú þegar á að taka þá er þetta fólkið sem launin eru lækkuð hjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er mikið af fólki sem skuldar 50 milljónir???...og er það háskólamenntað fólk.  Hvað lærir fólk í háskóla??

Hvert ætlar þetta fólk að fara?...hvar eru uppgangstímar með há laun?..Með fullri virðingu undrar mig þessi færsla hún ber keim af vitfirringu undanfarinna ára.  Ef á að niðurfæra skuldir verða allir að fá sömu tölu annað stennst ekki.

itg (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 22:20

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þessi hugmynd Framsóknar er hrein og klár geggjun.

Finnur Bárðarson, 23.3.2009 kl. 22:38

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Já það var að kaupa raðhús og eða hæðir  á 50 miljónir átt hugsanlega 10 miljónir tekjur í bönkunum á verkfræðistofum og lögmagnstofum voru yfir miljón á mánuði og hefur í dag margt hvert ekki nema annað vinnu og þá eru launin kannski 700 þúsund á mánuði það var ekki mikið að skulda 40 miljónir með 2 miljónir á mánuði en hvað svo lánin hækkaðu um 20 til 30 % vegna verbóta og launin lækkað um meira en helming.  

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 23.3.2009 kl. 22:42

4 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Hversvegna ættu allir að fá sömu tölu í niðurfellingu ,skv itg hér að ofan.

Mikil meinloka virðist vera hjá mörgum að um sé að ræða eitthvert réttlætismál að allir fái sömu niðurfellingu skulda í krónum talið, ef af verður!

Að sjálfsögðu hafa þeir sem engu töpuðu á óstjórn og glæpum bankaræningja sem og svikum á setningu regluverks og eftirliti af hálfu stjórnvalda, minni eða enga þörf á niðurfellingu skulda.

Hér er enda held ég flestir þeir skynugri að tala um leiðréttingu en ekki beina skuldaniðurgreiðslu. Leiðréttingu að hluta til, vegna aukinnar skuldabyrði sem leggst með þeim mun meiri þunga á þá sem skulduðu meira , og þaraf leiðandi er þeirra óráðsíu og óstjórnarskattur sem telst á ábyrgð stjórnvalda meiri.

Kristján H Theódórsson, 23.3.2009 kl. 22:48

5 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Er það ekki hálf geggjað að vera Íslendingur. Þar sem allt er tryggt fyrir peningamenn en þeir sem skulda hafa það eitt tryggt að það er allt verðtryggt í botn þeir skulu sko borga og borga sem taka lán, og þeir sem eiga peninga þeir skulu eigu tapa það má ausa 200 miljörðum í að tryggja þeim sínar innistæður í bönkum sem fara á hausinn þar er ekkert þak eða gólf. Svona framkoma stenst ekki stjórnaskránna það er brot á jafnræðisreglu hennar.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 23.3.2009 kl. 22:48

6 identicon

Hvað er geggjað við 20% niðurfellingu ?  Nákvæmlega ekkert.

Nema að auðvitað á ekki að fella niður 20% af skuldum þeirra 18 einstaklinga sem skuld 1 milljarð eða meira.

20% niðurfelling er ekki 20% niðurfelling skulda heldur er verið að fella niður upphæð sem nemur verðbótahækkun síðasta rétt rúmlega árs.  Skuldastaða fólks yrði því sú sama eða svipuð með verðbótum og 31.12.2007.  Þetta gleymist í umræðunni.

Vísitöluhækkun lána (sér íslenskt fyrirbæri) er reiknuð hækkun lána út frá ákveðnum forsendum (svo sem því hvað telst innan vísitölu og hvað ekki) og því eru lánveitendur að fá verulega endurgreiðslu á lánveitingum sínum umfram vexti.  Hér á landi þyrftu vextir ekki að vera nema ca 2-4% ofan á verðtryggingu til þess að lánastofnanir fengju peninga til baka með sömu ávöxtun og gerist annarsstaðar í heiminum.

Í Noregi hafa menn t.d. verið að fá bílalán á 1,9% til 3% vöxtum og engin verðtrygging. 

20% lækkun skulda er nauðsyn fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu.  Setja má skorður við niðurfellingunni eftir umfangi skulda og að sjálfsögðu kann að vera að þessi 20% nýtist ekki fyrir suma aðila, en þá er skuldin hvort sem er töpuð 100% en ekki bara að 20% hluta.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband