Það er mikil og undarleg þversögn í lýðræðishreyfingunni.

Bjarni Harðar í Lýðræðishreyfingunni vill ekki persónukjör það er að kjósendur geti raðað á lista. Hversvegna skyldi það nú vera ? Er það vegna þess að hann vill flokksræði það er að flokkarnir ákveði hverjir sitji hvar á listanum, það er nú þversögn í því miðað við það sem hann seigir i hinu orðinu."Lýðræðið er ekki í flokksræðinu,, Seigir Bjarni. 

Er það þá að hann er í atvinnuleit og vill ekki að kjósendur raði honum neðar á lista? sem gæti útilokað hann frá þingsæti.Ég trú því illa en þessi mótþrói í Lýðræðishreyfingunni er óskýrður. 


Auðvita eigum við að standa vörð um Íslenska ákvæðið af umhverfisástæðu.

Ef þeir sem vilja í raun kenna sig við umhverfisvermd eru á Alþingi, þá eiga þeir að standa þeir vörð um Íslenska ákvæðið því það kemur í veg fyrir að kolum sé brennt og olíu til að bræða málma í heiminum, Þessi mengun er á heims vísu er ekki bundin við Ísland frekar en eldgos sem hér hafa verið og valdið hörmungum annarstaðar á hnettinum.

Við eigum að gera enn frekar tilraunir með djúpboranir þannig að við getum vitað meira um hvað þær hugsanlegu orkulindir gefa í orku þá þarf að hraða þeirri vinnu sem lítur að nýtingu náttúru auðlinda þannig að við getum svarað fyrirtækjum sem hingað vilja koma og setja niður iðnað hvað sem hann heitir.

Það verður alltaf hagkvæmast fyrir Íslendinga að selja orkuna í gegnum framleiðslu hér á landi, ekki með sæstreng, því með sæstreng skapast hér eingin vinna.

Þó er ég hlynntur því að selja Færeyingum rafmagn með sæstreng svona vegna vinskapar þeirra og okkar, þeir eiga inni greiða hjá okkur og við eigum að standa með þeim. 


mbl.is Vilja standa vörð um íslenska ákvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er kominn nýr Seðlabankastjóri þá ætti ríkistjórnin að geta farið að vinna að öðru hún virðist ekki geta gert nema eitt í einu.

Hvar eru efnahagsaðgerðirnar fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu Framsókn er búin að koma með sitt útspil hvar er útspil ríkistjórnarinnar.

Ríkistjórnin vill ekki einu sinni rökræða þær tilögur seigir bara þetta kostar allt of mikið það er ekkert svar.

Það eru til nokkrar aðferðir til að færa niður skuldir ein er sú að setja vísitöluna á það sem hún vað síðastliðið vor og láta hana gilda nú sem sagt vísitalan fryst í 9 mánuði þá má taka gengistryggðu lánin og setja þau á gengisvísitölu sama tíma og breyta þeim á því gengi í íslenskt lán, og frysta það þá eftir það í sömu mánuði.

Fjármagnseigendum var hjálpað með því að tryggja innistæður þeirra á sparisjóðsbókum um fram   3 miljónir  sem tryggðar eru samkvæmt lögum áður en neyðarlögin voru sett.

Það er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að hjálpa einum hóp umfram annan og trúlega geta skuldara farið í mál vegna þessa misréttis. allir þessir peningar koma frá skattgreiðendum og íbúum þessa lands.

Nú er ekki lengur afsökun fyrir því að fara í að hjálpa þessum aðilum Davíð er farinn ef hann hefur verið fyrir í öllum málum sem skilja mátti á stjórnvöldum.


Skuldir þjóðarinnar vegna innlánsreikninga ( icesave ) og Baugs hinsvegar.

Skuldir sem Jón Ásgeir og hans fyrirtæki skulda eru um 200 miljarðar er mér sagt og eignir eru sennilega ekki helmingurinn af þeirri upphæð. Ef svo er þá eru skuldir þær er lenda á þjóðinni um 100 miljarðar.

Icesave skuldir geta verið í besta falli 75 miljarðar en líklega eru þær svipaðar og Jón Ásgeir og hans félög skulda og eiga ekki eignir á móti. Hversvegna mótmæla mótmælendur ekki meðferð fjármuna hjá Því ágæta fyrirtæki Baugi ég held að það væri í samræmi við annað nú er Davíð farinn á þá ekki að taka þann næsta sem ber mun meiri ábyrgð. Kannski hefur það fyrirtæki greitt í sjóði þeirra til að fá frið hver veit hvað notað er til að fá frið og að koma kastljósinu af sér á aðra það hefur verið ekki leiðst þeim Jóni og félögum að láta berja á Davíð.

Ég vil ekki æsa til óeirða heldur að það er skrýtið að þeir sem mesta ábyrgð bera á útrásinni sleppa alveg við ádeilualmennings. 


Nú er maður sár og reiður.

Hvað var ríkistjórnin að hugsa frá hausti 2007 þar til bankarnir hrundu?

Svo ætla þeir að reyna að skella skuldina á Seðlabankann þetta eru miklir menn og konur, ég held að það ætti að gefa Sjálfstæðis mönnum frí næstu árin og Samfylkingin er ekki saklaus langt í frá þeir sem í ríkistjórn sátu ættu allir að hætta og ekki láta sjá sig meir á þingi.

Það hefði vel verið hægt að redda þessu að mestu leiti með því að reka bankana úr landi með allt sitt. í það minnsta að láta þá setja allt sitt erlenda vafstur í sér félög.

Þessir ráðherrar sem sátu í ríkistjórn ættu að fá dóm fyrir að sinna ekki sínu starfi kannski of mikið að seigja landráð en því sem næst.

Davíð er ekki sekur í þessu máli peningastefnan er samþykkt á Alþingi og alþingi átti að breyta henni.

Það er von að Samfylkingin hafi skipt út ráðherrum hefði átt að skipta þeim öllum út það er ekki trúverðugt hjá Jóhönnu að láta sem hún viti ekki hvernig málum var komið, hafi svo verið þá þarf Ingibjörg Sólrún að hætta sem formaður og það strax.

 


Ætlar lýðræðishreifingin að bjóða fram til Alþingis? Hvað býr að baki?

Hvers vegna þarf alltaf að stofna ný og ný framboð til Alþingis eru ekki nóg og margir flokkar á þingi?

Ég hefði frekar vilja fækka flokkum og innan flokkananna færi fram enn meiri skoðanaskipti. Það er ekki árangursríkt að fjölga framboðum af því höfum við reynslu, sem ekki hefur gefið neitt af sér, það hafa komið framboð og náð nokkrum þingmönnum en eingin áhrif haft.

Það er eins og þeir sem seigja sig úr þjóðkirkjunni og finna enga kirkju sem þeir geta sætt sig við og engan söfnuð af öðrum trúarbrögðum.

En í flestum tilfellum er það sem veldur því að þannig fer er óánægja með allt og alla en sennilega er vandinn innra með fólkinu og þá þarf að leita sér hjálpar hjá öðrum.

Hver byggði öll sumarhúsin keypti alla dýru bílana fór í allar utanlandsferðirnar keyptu fellihýsin og hjólhýsin og hlutabréfin ? voru til peningar hjá öllum fyrir þessu eða voru þetta allt útrásarvíkingarnir?

Ég hef það á tilfiningunni að það sem er að hjá okkur er að við kennum öðrum um hvernig fyrir okkur er komið við höfum ekki lifað ábyrgu lífi við höfum látið mamon ráða of miklu og lifað í draumi við lifum ekki á loftinu það þarf að framleiða eitthvað til að selja úr landi og nýta okkar auðlindir af skinnsemi  við getum ekki þjónað hvert öðru og skipst á peningum þannig gengur þjóðfélagið ekki upp.

Ég vil að fólk lít í engin rann hef ég breytt rétt og ef svo er þá er samviskan góð hafi ég ekki gert rétt og sit upp með vandamál vegna þess þá skammast ég ekki út í aðra. þá tek ég á og leita mér hjálpar.

Við vitum að útrásin fór með margt öðruvísi en ætlað var en er hægt að kenna henni um allt?

Þá vil ég að fjölskyldur standi saman og hjálpi hvort öðru þannig var það í eina tíð við þurfum þá hugsun aftur, þeir sem hafa það betra eru eldri og hafa reynslu eiga að hjálpa þeim sem yngri eru og kenna þeim gömul gildi því þau eru þau sönnu gildi.   


Fíkniefna notkun er ekki ásættanleg hjá einum eða neinum, menn lenda ekki í neyslu, það er ákvörðun.

Það er talað um að menn lendi í neyslu fíkniefna , ég seigi bara að menn kaupa eða útvega sér efni meðan þeir eru ekki í vímu alla vega í fyrsta sinn. Það er ákvörðun.

Áróður gegn fíkniefnum er stór skaðaður þegar menn koma og seigja ég var í efnum einausinni og er hættur nú eða það er ekki lengur í gangi, ekkert mál.

Áróðurinn er. Þeir sem byrja geta ekki hætt óskemmdir og án hjálpar, mér sýnist að með þessum málflutningi þá sé ægt að byrja og hætta eins og að drekka kaffi, ekkert mál.

Er áróðurinn þá svona ýktur ekki veit ég en mér finnst að þeir sem verða uppvísir að neyslu ólöglegra vímuefna verði að axla ábirgð með því að hverfa  af frontinum á fjölmiðlum í það minnsta annað er algert stílbrot.

 

 


Steingrímur kjarkmaður tekur rétta ákvörðun og stendur með þjóðinni veiðum Hval.

Nú er að undirbúa Hvalstöðina og vinna hvalinn sem mest nýta skepnuna í botn þannig verður framlegðin mest. Vinna lýsi nota það á skipin og katlana í hvalstöðinni, og ef framleiðslan er mikið meiri þá má framleiða lífdísil úr því.

Þá gætu útgerðirnar selt aðgang að gikknum á byssunni það eru önuglega til forríkir veiðimenn sem vilja borga stórfé fyrir að skjóta hval. Þeir fara í dag til Afríku að skjóta vilt dýr og greiða stórfé fyrir, þeir munu önuglega vilja bæta hval í veiðisafnið sitt.

Hvalur 9 skipið ætti að  innréttað lúxussvítu í einni káetunni selja gistingu og mat ásamt skotleyfi þannig mætti fá töluvert upp í þann kostnað að veiða hvalinn.

Þannig gætu Íslendingar bæði selt skoðun á hval og veiði og þénað á hvorutveggja ekki veitir af að auka útflutninginn.


Er gúrkutíð hjá fréttamiðlum? Það eru að koma kosningar.

Óskar Bergsson býður þeim sem eru að vinna fyrir borgarbúa í pólitíkinni í smá teiti fyrir 90 þúsund þá ætla allar fréttastofur af göflunum að ganga og bloggheimar líka.

Þeir sem eru að vinna í þágu borgarinnar eru ekki hátt skrifaðir ef það má ekki kosta 90 þúsund að funda yfir veitingum. Ólafur Magnússon er sennilega búin að gleyma því að hann lét kaupa kofa á Laugarveiginum fyrir var það ekki 700 miljónir eða það minnir mig þá er hann á biðlaunum sem borgarstjóri með hvað merghundruð þúsund á mánuði.

Það eru miklir menn sem hafa mikið sem þykjast svo vera boðberar réttlætis.

Þá fékk hann styrk í nafni Frjálslindafloksins en stakk þeim styrk í eigin vasa. Svona fólk á að forðast og alls ekki að hleypa þeim í stjórnun því það er ávísun á bruðl og sukk.


Þingið í tveim málstofum efri og neðri deild, var það hugsunarfeill að breyta því?

Ég hef rætt það við marga hvort ekki hafi verið hugsunarfeill  að hætta að hafa tvær þingdeildir, heldur að breyta hvernig kosið var til þeirra.

Það er alltaf verið að færa meira af verkefnum til sveitarfélaganna í landinu og hugmyndir eru um enn fleiri verkefni sem rétt væri að flytja og get ég alveg tekið undir það heilshugar.

Þá er það sem svo miklu skiptir í störfum þingsins það er trúnaður og réttlæti er varðar skiptingu á þeim fjármunum sem þarf til að annast þá málaflokka sem tilheyra hvoru stjórnsýslustiginu.

Það eru deilur í dag um hvort sveitarfélögin fái réttilega  það fé sem kostar að reka þá málaflokka sem þeim er falið.

Hugsanleg lausn

Við skulum kalla það neðrideildar þar væru kosnir 20 þingmenn af sveitarstjórnarstiginu í landinu en í efrideild væru kosnir á landsvísu landið eitt kjördæmi 43 þingmenn þá væri neðrideildin með neitunarvald á frumvörp er snúa að lagasetningu er varðar sveitarfélögin í landinu.

Það væri forsetar þingsins sem væru þrír, það er byggjadeilda og forseta sameinaðs þings, að ákveða með vafa frumvörp hvort þau hefðu áhrif á tekjur og gjöld sveitarfélaganna, og skæru úr um hvort þau þyrftu að fara til umfjöllunar í  báðum deildum.

Með þessu móti ætti að vera tryggt að annað stjórnvaldið valtaði ekki yfir hitt, en með þessum hætti tæki eitthvað lengri tíma að koma málum í gegnum þingið en nú er, en vonandi yrði umfjöllunin betri og vandaðri í alla staði.

Þessi mál myndi ég vilja að stjórnlagaþing færi í gegnum og skoðað vel eins og önnur mál er varðar framkvæmdavaldið sem mjög brýnt er að lagfæra. Þá sérstaklega að ráðherrar væru ekki þingmenn þannig fengjum við miklu betra fólk til að vera ráðherra fólk sem kærir sig ekkert um að standa í prófkjörum og öllum þeim leðjuslag sem fylgir framboðum til þings Þing menn eiga fyrst og fremst að vera þverskurður þjóðarinnar heiðarlegt og gott fólk með reynslu úr atvinnulífi skólum verkalýðsfélögum sveitarstjórnum og bara nefnum það vel mentað fólk með reynslu af þessum störfum eru víðsýnustu einstaklingarnir.

 

 


Ætla þingmenn að klúðra því að hægt sé að kjósa stjórnlagaþing? Eigum við almennir borgara að trúa því.

Nú sýnist mér stefna í stjórnaflokkarnir ætli að þvælast um í stjórnarskrábreytingunum þannig að þau falli á tíma. Þeir eru hræddir um að tapa einhverju spón úr aski sýnum eða´þá að þeir hafa ekki pólitískt þrek í málið. Við almenningur í þessu landi...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband