Er tími samvinnurekstrar komin aftur ?

Það skyldi þó aldrei vera að tími samvinnufélaga sé að koma aftur á Íslandi þegar græðgin er búin að tröllríða öllu fyrirtækjum Gift ætti að kaupa til baka VÍS þannig að tryggingar gætu verið hluti af samfélagsþjónustu.

Kaupfélag Skagafjarðar er höfuð þeirra kaupfélaga sem lifa í landinu. þá á KEA mjög stóra sjóði einnig er Kaupfélag Suðurnesja með Samkaup með mikið rekstur,önnur kaupfélög eru einnig með mis mikla sjóði þó þau séu ekki í rekstri eins og stendur. Að auki eru stór samvinnufélög Sláturfélag Suðurlands í kjötvinnslu og M.S í mjólkur iðnaði.

Það er spurning hvort ekki sé tími kominn til að draga út skúffuna með SÍS á Húsavík og koma samtakamættinum á stað á með nýjar áherslur svo sem að kaupa einn af bönkunum endurvekja Samvinnubankann.

Þá má endurvekja og efla samvinnuverslun á landinu Það hefur mikið hól og lof verið borið á Bónus en hvernig náðu þeir að lækka verð jú með því að láta bændur og aðra framleiðendur og birgja borga og með því að skuldsetja þjóðina með þeim endemum sem ekki verður eftir leikið mjög lengi það skildi aldrei vera að þegar þegnar landsins eru búnir að greiða skuldir þerra í útlöndum að þá hafi þeir greitt það hæsta verð sem fyrir hefur fundist á landinu.  


Gjaldþrot íslensku krónunnar er staðreynd

Hvers vegna  verðum við að kasta krónunni ? Það er af sömu ástæðu og ef fyrirtæki og eða einstaklingur fara á hausinn það treystir þeim enginn . Það vill enginn eiga viðskipti við þá ef þeir byrja með nýja kennitölu nema gegn staðgreiðslu eða fyrir fram greiðslu. Þá eiga þeir einn kost að fá traustan heiðalegan aðila til að ábyrgjast viðskipti kallaðir ábyrgðamenn oft gerðir í nýjum fyrirtækjum að stjórnarformönnum.

IMF er í þessu hlutverki þegar þeir koma og stjórna peningamálunum hjá okkur þá eru margir tilbúnir að koma að málum en þó með semingi. Þegar stjórnar alþjóðagjaldeiðissjóðsins líkur,er hætt við að það syrti aftur í hjá krónunni vegna vantrúar á getu stjórnvalda til að ráða við örmynt.

Hvernig geta stjórnir miljónaþjóða með nokkru móti séð smá sveitaþorpi sýnu landi  hafa sér gjaldmiðil? Það er glórulaust í frjálsu hagkerfi við getum þetta einungis með lokað hagkerfi og nánast skömmtun.

Það er krafa 70% þjóðarinnar að þið sjáið þetta og farið að vinna að þessu strax farið að koma með lausnir, en ekki að deila um fortíðina á meðal allt brennur í höndum ykkar. Ef þið koma ekki fljótt framtíðarsýn þá verða uppþot og óeirðir í landinu.

Það verða stigmagnandi mótmæli sem síðan bresta með látum það er alveg öruggt mál gremjan og reiðin er að verða gríðleg. 

Það er allt sem magnar hana lykilmönnum í bönkunum voru gefnar upp skuldir sem þeir voru búnir að skrifa sig fyrir með kaup á hlutabréfum í bankanum  á móti meðan aðrir eru settir í þrot. Verði þessi mál höfð svona verður þeim sem ekki er gefin sami kostur á uppgjöf skulda verða þeir hreint útsagt brjálaðir hver getur ekki séð sig þar.  

 


Gæinn sem geymir aurinn minn

 Fékk þessar í tölvupóst

Ég finn það gegnum netið
að ég kemst ekki inn
á bankareikninginn,
en ég veit að það er gæi
sem geymir aurinn minn,
sem gætir alls míns fjár,
og er svo fjandi klár,
kann fjármál upp á hár,
býður hæstu vextina,
og jólagjöf hvert ár.

 
Ég veit hann axlar ábyrgð,
en vælir ekki neitt,

fær þess vegna vel greitt,
hendur hans svo hvítþvegnar
og hárið aftursleikt.
Þó segi' í blöðunum
frá bankagjaldþrotum
hann fullvissar mig um:
Það er engin áhætta
í markaðssjóðunum.

 
Ég veit að þessi gæi
er vel að sér og vís;
í skattaparadís
á hann eflaust fúlgur fjár,
ef hann kemst á hálan ís.
Því oftast er það sá,
sem minnstan pening á,
sem skuldin endar hjá. –
Fáir slökkva eldana,
sem fyrstir kveikja þá.

Lifðu lífinu lifandi, horfðu fram á veginn, og mundu að dagurinn í dag er gærdagur morgundagsins

Seðlabankinn girti niður um ráðherra sem ekki þora að standa með ákvörðunum sinnar stjórnar

Nú er komið í ljós að ráðherrar  Iðnaðar og fjármála hafa ekki viljað kannast við sínar gerðir aumingja þeir.

Þeir sögðu að seðlabankinn ákvarðaði vextina en ekki ríkistjórnin ,en það var einmitt hún sem samdi um vextina við alþjóðagjaldeinissjóðinn.

Eru þetta stórmenni? í minni sveit hefði svona peyjar verið kallaðir aumingjar. Við kjósendur krefjumst þess að í það minnsta að ráðherrar standi með sínum ákvörðunum ef á að taka mark á þessari stjórn.  


Eru það áhættu fýklar sem berjast fyrir krónunni

Þeir sem berjast áfram fyrir íslenskri krónu er að ég held áhættufíklar. Hvers vegna ?.

Frá stofnun lýðveldisins íslands hefur krónan aldrei verið í neinu jafnvægi frá 1950 og fram yfir 1960 var aðstoð í gangi Marclaðstoðin. og höft á gjaldeyri síðan kom viðreisnin byrjað svona svona endaði með ósköpum er síldin hvarf. þá kom Álið og við tókum lán höfðum það sæmilegt í 4 til 6 ár þá kom óðaverbólga enda búið að lifa á lánum eins og nú þá var krónan orðin svo lítil að tvö 00 voru fjarlægð ,danska krónan á 1 krónu eða svo nú er hún komin í 20 kr þannig að annað núllið er horfið. svo komu góð ár en þá var þau drifin áfram af lánum eins og áður.

Ég legg til að við hættum þessu áður en við verðum gjaldþrota á þessari tilraun.

 Að gera út krónu er eins og að gera út gamlan bát þá hættir hann að fiska og þarf nýja klössun svo hann geti sótt á fjarlægari mið. Þá klárast fiskurinn þar þá fer allt á sama veg ekkert nema eymd þá þarf að taka lán og breyta um veiðafæri og fisktegund þannig gengur þetta að mér sýnist um þessa krónu okkar. Að loku er útgerðin gjaldþrota þar er krónan nú.

Við skulum fara að vinna með nágrönum okkar og vinum í því að halda jöfnuði afnema verðtryggingu hafa allar krónur jafn stórar þegar ferðamenn koma til okkar þá nota allir sömu mint og við einnig þegar við förum af landi brott þá notum við sömu mint. Við sjáum hver okkar staða. er eru laun svipuð í nágranalöndum okkar? og eru þær vörur sem við þurfum á sama verði?. Ekki þetta rugl með gengi krónunnar það er ekki nokkur hemja að hér séu vextir þeir sömu og gömlu okurlánararnir notuðu og voru kærðir fyrir. Þeir sem eru að mæla með krónunni er þeir sem vilja braska með hana vegna geingismunar því miður. 


Hvað eru kjósendur að seigja stjórnmálamönnum í síðustu skoðanakönnun?

 

Útkoma flokkana í skoðanakönnun fréttablaðsins er eðlileg að öðru leiti en því að

Samfylkingin kemur vel út að virðist, en hún hefur haft viðskiptaráðherra síðustu 17 mánuði og ber þar með mjög mikla ábyrgð á ástandinu í dag.

Hún er reyndar ein með Evrópumálin  á hreinu í forustu flokksins það er að sækja skuli um aðild .

Það er reyndar með Vinstrigræn þeirra forista vill halda í krónuna og talar þar einum rómi aðrir eru hér og þar, en þeir hafa ekki komið að stjórn landsins.    

Almennt eru íslendingar reiðir út í þá sem stjórnað hafa landinu og lýsa því í þessari könnun Þeir flokkar sem borið hafa ábyrgð á stjórn landsins undanfarin mörg ár  geta ekki annað en litið á þessa könnun sem viðvörun ef þið breytið ekki um fólk í brúnni hjá ykkur þá kjósum við ykkur ekki við viljum nýtt fólk sem ekki hefur komið nálagt þessu og hefur skýra sýn inn í framtíðinni. Við kjósendur viljum geta treyst því að svona gerist aldrei aftur, og menn axli ábyrgð.

Það er trú mín að ef það kæmu nýir menn sem væru sérstaklega með þekkingu á efnahagsmálum t.d raunsægir háskólamenn í flokkana og færu að vinna að því með grasrót þeirra að marka stefnu þeirra koma með framtíðarlausnir þá myndu íslendingar hinn almenni kjósandi flykkjast þangað.

Kjósendur vilja lausnir umfram alt.

Sá flokkur sem gefur grasrótinni færi með fræðimönnum á að koma með framtíðarsýn sem byggir á stefnum þeirri sem hver flokkur hefur. Það eru margar leiðir innan hverra stefnu það er eingin ein stefna sú rétta.

Með þessu mætti lyfta næstu kosningabaráttu úr því að karpa um fortíðina í að skiptast á skoðunum um framtíðina.


Hvað er sameiginlegt með Íslandi og Kúbu?

Viðskiptabann. Við eigum það sameiginlegt með Kúpu að viðskipti þurfa af ákveðnum tilfellum að fara um þriðja ríki til að ná gjaldeyri heim fyrir viðskiptin. Sagt var frá því í gær að fiskútflytjendur væru beðnir um að opna reikning á Bahamaeyjum til að koma greiðslum til þeirra.  Kúpa notar að mér skilst Kanada og Spán. Þá er það sameiginlegt að í báðum löndum eru einungis Ríkibankar.

Sendum Sendiherra Breta heim strax þá skilja menn alvöruna og afþökkum til framtíðar varnir þeirra. Viðskiptabann


Þola stjórnarherrarnir ekki Skopið?

Sigmund sagt upp fyrirvaralaust . Nú er Sigmund hættur að teikna hver sem ástæðan er en hugsanlega þola menn misjafnlega þegar gert er grín af þeim, og hvar er ritfrelsið og tjáningarfrelsið ? sami eigandi gefur út þau dagblöð sem eitthvað hafa verið lesin .Hefði ekki verið betra að fjölmiðlafrumvarpið góða hefði verið samþykkt ég bara spyr ? Þá má líka spyrja hverjir stóðu á móti því hefðu frjálsir fjölmiðlar verið harðari við stjórnvöld um það sem ekki var verið að gera í því sem þeir áttu að gera í eftirliti með útrásinni. Það var ekki nóg að leggja Halldór Ásgrímsson í einelti og kenna honum og Framsókn um allt sem miður fór. Þeir notuðu smjörklípu aðferðina til að draga athyglina frá málinu.

 


Heilræði til forustumanna og kvenna

Forystuhæfileikar snúast ekki um

það að vera bestur,heldur að

draga fram það besta í fólki.


Suðurlandsvegur umbætur strax !

Þegar  sunnlenskir sveitastjórnarmenn  tóku þá ákvörðun sem er  skinsamleg að gangast fyrir því að suðurlandsvegur yrði tvöfaldaður sagði ég við félaga mína þessi framkvæmd tekur 10ár + við skulum láta vegagerðina klára 2+1 veg  fyrst hann er tilbúinn til útboðs aðsögn  vegagerðarmanna það verða alltof mörg mannslíf farinn áður en 2+2 vegur verður kominn ég álít að þegar vegur er hannaður sem 2+1 þá verði hann nokkuð góður og nægilegur á flestum stöðum en gera síðan fjórðu akreinina á þá kafla sem ekki verður hjá komist, en þeir eru nokkrir. Síðan setjum við fjórðu akreinina á á hvern kafla fyrir sig nokkra km árlega. Við getum alveg notað vegrið á milli akreina hér á landi vegna þess að við ætlum að lýsa veginn upp þá þurfum við ekki háuljósin.Erlendis eru vegirnir sem liggja í gagnstæðar áttir hafðir það langt frá hvor öðrum, til að ökumenn geti ekið með háuljósin án þess að blinda þá sem koma á móti þeir lýsa ekki upp veigi í dreifbýli . Nú er ég hræddur um að vegagerð verði slegið á frest vegna kostnaðar og kreppu .

Stöndum saman og ræðum málið af stillingu og yfirvegað

Nú er tími samstöðu meðal þjóðarinnar mjög brýn. það verða allir að standa saman um hagsmuni þjóðarinnar. Það er ekki komið að uppgjöri ,en það kemur að því er þeir sem komu þessu ástandi á og bera ábyrgð á því verða að gera hreint fyrir sínum dyrum....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband