Það er sem sé betra að drekka ólyfjan en ekkert, að mati Steingríms.

Það má seigja að Steingrímur er kjarkmaður að drekka ólyfjan og kveljast þannig lengi en að neita og þrauka og láta reyna á hvort maður nær ekki til vatnslindar þó illa haldinn væri.

Það mætti fara með kvæðið um 10 litla negrastráka en einn þeirra drakk ólyfjan og eftir það fækkaði um einn.

Þannig er þetta að verða hjá ríkistjórninni nema hvað Ögmundur neitaði að drekka og þá fækkaði um einn samt  en aðrir eru að drekka ólyfjan og ég spái því að þeim fækki óðum þeim sem þann drykk drekka.

Gæti svo farið að ríkistjórnin færist öll af þeim ólyfjan.


mbl.is Betra en að deyja úr þorsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar ríkistjórnin að heyja kosningabaráttuna fyrir lögunum með að annað hvort halda lögin eða við erum farin ?

Hræðsla og meiri hræðsla áróður fyrir að lögin standi verður sá að ef lögin verða feld úr gildi þá fer ríkistjórnin en ef lögin halda þá verður hún áfram , að mínu áliti ekki gáfulegt útspil.

Það er enginn að krefjast þess nema stjórnin sjálf, það er krafan ef þau verða feld að önnur vinnubrögð verði við höfð og að Alþingi kjósi nefnd þverpólitíska til að semja á þeim nótum sem regluverkið býður, og án þess að einhver tapi málinu, allir verða að vinna. Ingibjörg Sólrún hefur séð þetta og það er eina leiðin til að sameina þjóðina.

Það á að gera ráð fyrir því að lögin verði feld og miða allar gjörðir við það þar með að skipa nýja nefnd með erlendum sérfræðingi helst frá Ameríku og hafa einhvern sátta mann frá Evrópusambandinu þannig komi fram sjónarmið EES og alþjóðaréttar síðan fara menn bil beggja þannig eru samningar gerðir ef annar fær allt en hinn ekkert þá er ekki um samning að ræða og þannig er það núna, nokkrir erlendir aðilar eru okkur sama sinnis í þessum efnum.

Við verðum að skilja að við eigum í samningum við rótgrónar nýlenduþjóðir sem hafa kúgað sínar nýlendur út í eitt, og þannig líta þær á smáþjóðir eins og okkur.

Þeir seigja þetta eru peningar sem þið fenguð að láni og eigið að skila en þeir áttu að hafa eftirlit með þessum bönkum eins og við.

Hverjir eru þeirra helstu bandamenn Danir hvers vegna? er það tilviljun að þeir voru og nýlenduveldi, eins og Bretar og Hollendingar, og ekki má gleyma að þeir hafa mjög mikil viðskipti við Breta.


Steingrímur segðu af þér um leið og ríkistjórnin dregur lögin til baka.

Ögmundur Jónasson á að taka við sem fjármálaráðherra því hann hefur haft rétta sýn á þessi mál frá upphafi hann mun skipa nýja samninganefnd þverpólitíska sem mun fara á fund viðsemjenda með sérfræðingum í milliríkja deilum og sérfræðinga á sviði þjóðarrétta okkar til halds og trausts og ná lendingu sem allir sætta sig við .

Steingrímur samur við sig, skaut sig illilega í fótinn og lagði sig að veði.

Undarskriftirnar vekja athygli erlendis.

Steingrímur seigir að það sé best að forsetinn kvitti undir lögin til að þessi hluti hrunsins sé frá og það sé öllum fyrir bestu.

Steingrímur þarna skaustu yfir markið fólk er ekki fífl  það liggur í orðum þínum að þú treystir ekki þjóðinni til að velja rétt í þjóðaratkvæði ,ef forsetinn skrifar ekki undir þá ert þú búinn að seigja of mikið til að halda áfram í embætti en það er ekki þar með sagt að ríkistjórnin þurfi að fara það ert þú sem ert holdgerfingur þessa samnings.

Ef þjóðin fer sameinuð til samninga þá vinnst eitthvað en eins og þú hefur unnið málið er það tapað það á að kjósa á Alþingi þverpólitískt í samninganefndina og hún kemur til viðræðna sem einn maður ekki sem hani á hól, eins og þið hafið hreykt ykkur í þessu máli.

Hvernig halið þið að samningar um ESB verði ef staðið verður eins og í þessum samningum ég seigi bara Guð almátugur, og Guð blessi Ísland.


Ég óska lesendum mínum gleði og gæfu á nýju ári.

Þá þakka ég ykkur skoðanaskipti á árinu og vona að við höldum áfram að skiptast á skoðunum á heiðarlegan hátt og án fordóma.

 


Þá er að venju búið að snæða allt of mikið,og komin þörf á að hreifa sig.

Þá er maður búinn að borða á sig gat að venju.

Þá er það eitt til ráða að skella sér gangandi á Ingólfsfjall og koma sér í form á ný.

Við hjónin tókum okkur til í dag og skelltum okkur í göngu á á fjallið mun heilsusamlegra og ódýrara en að kaupa tíma í líkamsræktarstöðvum sem eru fullar af svitalykt.

Við eigum að njóta náttúrufegurðarinnar á svona dögum og styrkja líkama og sál í leiðinni.

Það er svo holt að ganga á fjöll og njóta kyrrðarinnar og ná þannig að gleyma stund og stað þrasi stjórnmálanna og öðru er daglegu amstri fylgir.


Gleðilega hátíð

Ég óska öllum lesendum að blogginu gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


Já það styttist í jólin þingið farið heim og Innlánsreikningunum á að hafna á milli jóla og nýárs.

Fjárlögin eru samþykkt og skattarnir hafa verið auknir verulega á landsmenn krónan er einskis virði, þannig að landinn hefur ekkert við hana að gera annað en að greiða skuldir og borga skatta, það er það eina sem hún er brúkleg til eins og stendur , og það væntanlega næstu 10 til 15 árin ef ekki lengur. Krónan er sem sagt eingöngu nothæf til heimabrúks. 

Sennilega hefur hún ekki verið verðminni gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá því fyrir 1970.

Það var talað um það í verkalýðshreyfingunni að kreditkortin  hefðu afnumið verkfallsréttinn, en nú er sennilega að verða til hópur sem getur farið í mótmæli á öðrum forsendum en verkföll það eru þeir sem eru atvinnulausir þeir gætu stöðvað samfélagið ef þeir stæðu saman um aðgerðir, þar sem þeir hafa engu að tapa allt að vinna.

Verkalýðsfélögin gætu hjálpað þeim með skipulagningu og fjármuni í þær aðgerðir .

Það þarf réttlæti og sanngirni  í þetta samfélag.

Nú eru bankarnir í eigu alvöru braskara sem eru kallaðir vogunarsjóðir, er það nú framför? 

 


Skötuveisla í Tryggvaskála á morgun 18/12 laugardag kl 12 til 14

Nú erum við Kiwanismenn á Selfossi  að undirbúa Skötuveislu í Tryggvaskála en það höfum við gert í nokkur ár og hefur allur ágóðinn farið til Klúbbsins Stróks sem er

(Klúbburinn Strókur er félagss kapur fyrir þá sem sem eiga / átt hafa

við geðræn vandamál að stríða. Starfið byggir á þátttöku félagsmanna

og starfsmanna. Klúbburinn Strókur byggir á sömu hugmyndafræði og

Klúbburinn Geysir sem er Fountain House stefna.

Strókur er opinn mán. - fim. kl. 8:30 -16:00 og fös. kl. 8:30-15:00.

Strókur, Stakkarholti 22, Selfossi. Sími 482 1757.

Netfang: klubburstrokur@simnet.is)

Hvet ég alla sem leið eiga um að koma og fá sér Skötu en þeir sem ekki eru fyrir hana geta fengið saltfisk.

Komið og styðjið gott málefni.

Vonumst við Kiwanismenn eftir að sjá sem flesta í þessu virðulega gamla húsi Tryggvaskála.


Stutt fæðingarorlof hjá Guðfríðu Lilju rétt fram yfir atkvæðagreiðslu.

Það er ekki verið að taka langt fæðingarorlof enda ekki þörf á, atkvæðagreiðsla tekur ekki langan tíma svo má alltaf skipta því og taka eftirstöðvarnar þegar vond mál eru í atkvæðagreiðslur og erfitt að standa með samfæringu sinni, þannig mál eiga eftir að vera mörg þá er gott að eiga inni frí.

Við höfum lítið með þingmenn að gera sem ekki þora að standa með samfæringu sinni þegar á reynir.

 


Hvað var Ögmundur Jónasson upplýsa í morgunútvarpinu í morgun?

Hann var að seigja að Steingrímur J Sigfússon hefði skrifað undir samninginn við Breta og Hollendinga vitandi það að ekki var meirihluti fyrir samningnum á Alþingi. Hvernig geta Þessar þjóðir í framtíðinni treyst þessum ráðherra? Bretar eða Hollendingar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband