Handrukkun leggjum við blessun okkar yfir þannig gjörninga.

Það lítur út fyrir að samningurinn um að við skulum greiða Innlánstrygginguna í Bretlandi og Hollandi sem samið var um af stjórnvöldum sé samskonar gjörningur og þegar handrukkara innheimta skuldir með ofbeldi sem ekki má fara dómstólaleiðina.

Er þetta ásættanlegt? hvar er siðmenningin? er hún ekki í réttarríkinu? ætlum við að láta frumskógarlögmálið hafa völdin? það er ekki ljóst alla vega eru þingmenn ekki tilbúnir að samþykkja það orðalaust.

Ég er ekki að meina að við berum ekki ábyrgð en það skal vera ljóst hver hún er og ef dómstóll kemst að því að við eigum ekki að greiða þá er okkar samningsstaða allt önnur þá getum við boðið að taka þátt í að greiða það sem okkar fjárhagur leifir með sæmilegu móti.

Hinsvegar ef hann kemst að því gagnstæða þá er okkar staða verri og þá verðum við að semja um greiðslur og lán þeim tengdum.

Það er ekki holt samvinnu þjóða að beita aflsmunar eins og í vopnuðu stríði við höfum ekki farið með vopnum á aðrar þjóðir en í þessu tilfelli eru gamlar nýlenduþjóðir að beita okkur aflsmunum og það eigum við ekki að sætta okkur við. 

Það var eðlislægt nýlenduþjóðum að beita aflsmunar í viðureign við þær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband