Færsluflokkur: Bloggar
Það hefur verið hamrað á því að það kost allt of mikið að fara í almenna skulda niðurfærslur hjá almenningi en svo kemur dómur um að gengistryggð lán séu ólögmæt og beri einungis 3 til 4 % vexti enda gerðu fjármálafyrirtækin ekki varakröfu um aðra vexti þau ætluðu að hlíta dómi hæstaréttar. Þá er allt í lagi kerfið mun þola það seigja þeir. Hvenær seigja menn satt og hvenær er að manni logið tæpir 900 miljarðar er ekki neitt smávegis.
Það var talað um að almenn niðurfærsla lána um 20%myndi kosta þrjú til fimmhundruð miljarða og það var ekki hægt vegna hvers? jú fjármálakerfið þyldi það ekki.
Þessir spekingar eru að gæta hagsmuna almennings eða eiga að vera að gæta þeirra.
Nú sést að það hefði verið skinsamlegra að taka öll þessi gengistryggðu lán strax eftir hrunið og færa þau í íslensk lán og færa höfuðstólinn niður um 20% þá væri meirihluti þjóðarinnar sáttur við að þingið ( ríkistjórnin ) hefði verið að vinna fyrir almenning en ekki fjármálastofnanirnar.
Þessi krafa var uppi á þeim tíma en það kostaði að sögn ráðamanna að fjármálakerfið félli aftur .
Nú verður að fara í mál til að fá íslenska verðtryggingu felda niður um c.a 20 % þar sem að ekki sé eðlilegt að skuldarar beri einir allan kostnað af verðbólgunni það sé sanngjarnt að lánveitandinn taki einnig á sig hluta af tapinu.
Ég spái því að þannig falli dómur ef þetta fer til hæstaréttar. Hvar standa fjármálafyrirtækin þá ?
Allt tekur þetta tíma og allir bíða og bíða því ekki gera stjórnvöld neitt stjórn hinna vinnandi stétta.
Bloggar | 22.6.2010 | 09:05 (breytt kl. 09:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það má alveg hugsa upp á nýtt hvernig lífeyrir frá lífeyrissjóðum er greiddur t.d að frá 67 ára aldri til 80 ára aldurs væri lífeyrir greiddur að fullu en síðan dragi úr greiðslum skerðingar tækju við þannig að á bilinu 80 til 85 ára aldur væri skerðing 25% og svo 85 til 90 væri 30% skerðing og síðan 50%
Það er raunhæft að neyslan minkar með aldrinum og þannig mætti einnig auka réttin á þeim aldri sem fólk er hvað mest að njót lífsins eftir að atvinnuþátttöku líkur.
Að hækka þann aldur sem taka lýferis er miðuð við í dag er ekki ráðlegt því það eykur atvinnuleysið þannig er eldra fólk í störfum sem bráðvantar fyrir yngra fólk.
Það væri fróðlegt fyrir línferyssjóðina að reikna þennan möguleika frekar en að skerða réttindi allra sjóðfélaga strax.
Lengri lífaldur hefur kallað á skerðingu vegna þess að ávöxtun sjóðanna er ekki næg.
Bloggar | 18.6.2010 | 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það ætti ekki að koma á óvart að þegar fólk flytur í stórum stíl frá landinu að það fækki á atvinnuleysisskrá.
Það er ekkert að gerast í atvinnumálum þannig að það mun enn fjölga þeim sem flytja burt og hverjir eru það sem flytja það eru þeir sem hafa réttindi svo sem iðnaðarmenn og háskólaborgarar unga fólkið fær ekki vinnu erlendis ef það hefur ekki einhver starfsréttindi.
Þetta getur leitt til þess að uppistaðan meðal atvinnulausra verður fólk sem ekki hefur neina skólagöng umfram skylduna og ef það lifnar yfir vinnumarkaðinum þá er ekki fólk til staðar að vinna þau störf. þannig getur myndast sjálfhelda í þessu ástandi.
Nú ekki batnar málið efa á að frysta laun þannig að þeir sem hafa menntun fá ekki laun sem eru í neinu samræmi við það sem gerist í kringum okkur þá fer það þó það hafi vinnu.
Hverjir eiga þá að greiða skattana ég bara spyr?
Atvinnulausum fækkaði í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.6.2010 | 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er ljóst að sveitarfélögin standa ekki vel og hvað þá ef þau eiga að taka við fjölda fólks til framfærslu.
Guð hjálpi Sveitarfélögunum ef svo verður og það bóta laust frá ríkisvaldinu.
Það verður að gera allt til að koma þessu fólki til hjálpar með vinnu er að koma tími bæjarútgerðanna aða annarri starfsemi sem sveitarfélög standa fyrir sem koma til með að skapa verðmæti og vinnu, frekar en að framæra fólki án nokkurs vinnuframlags.
Hvar eru hugsjónir vinstrimanna ég bara spyr?
Það verður að fara í framkvæmdir og það strax lífeyrissjóðirnir verða að setja fé í þær.
Ef það verður raunin að stór hluti þeirra sem eru án atvinnu lendir á sveitarfélögunum þá er stutt í að þeir lendi á lífeyrissjóðunum sem öryrkjar því það þolir enginn slíka meðferð án þess að verða andlegur öryrki.
Af tvennu illu er betra að lífeyrarsjóðirnir setji fjármagn í uppbyggingu sem krefst minni raunvaxta en 3,5 % það væri nær að ná raunvöxtum með 1,5% í svona tilfellum.
Brátt hverfa bæturnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.6.2010 | 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það var vormaður í stjórnmáflokki sem talaði um turnana tvo og taldi að þeir myndu keppa um hilli landsmanna.
Nú sýnist mér að þeir hafi einnig keppst um hilli útrásarinnar með dulri keppni um hver gæti safnað meiru í kosningasjóði sína það má varla á milli sjá hvor var tilbúnari að selja sig þeim.
Það er alveg ljóst að þeir sem eru styrktir af slíkum upphæðum eru ekki frjálsir í skoðunum um málefni það verður kippt í spottana þegar óþægilegir hlutir sem kemur við styrktaraðilanna eru að gerast.
Ég vil þetta styrktar lið burt af þing allt með tölu það er búið að selja sálusýna.Þessir turnar voru ekki á vaktinni sem þeir áttu að standa fyrir okkur landsmenn þegar bankarnir voru sjáanlega ónýtir. vegna þess að þeir voru búnir að selja sig þeim og eigendum þeirra.
Í staðin fóru ráðherrar í víking og héldu áróðrinum áfram og sögðu annað bull og kunnáttuleysi erlendra aðila.
Það er nefnilega mjög lítill munur á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum þeir eru tækifærissinnar og ég held án hugsjóna fyrir almenning og þar með fyrir hinn almenna íslending.
Bloggar | 10.6.2010 | 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvaða ábyrgum stjórnendum dettur í hug að frysta gjaldskrá fyrirtækisins.?
Það er augljóst að það gengur ekkert fyrirtæki ef það fær á sig hækkanir á öllum kostnaðarliðum en selur svo afurðir á föstu verði.
Er það ætlunin að knésetja fyrirtækið svo hægt sé að selja það eða einingar frá því?
Það er orðið svo ódýrt að kaupa afurðirnar (orkuna) að það er spurning um að íbúar Reykjavíkur fari að fá á sig hlunnindaskatt vegna þess að orkan er seld undir kostnaðarverði sem þá telst hlunnindi.
Mér skilst að 70% af tekjum fyrirtækisins komi í íslenskum krónum frá notendum.
Eigendur það eru íbúar þurfa að krefjast þess að verðið hækki svo þeir lendi ekki í vondum málum þegar það verður fært öðrum í nauðung.
Þarna er komið verðugt verkefni fyrir Bestaflokkinn
Bloggar | 6.6.2010 | 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lýðræðið er svona stundum fara málin öðruvísi en maður ætlar.
Nú er bara að vinna heiðarlega og vel næstu fjögur árin, en það er nú ekki gott að eiga við flokka sem hringja í kjósendur í þúsundarvís en þannig baráttu höfum við Framsóknarmenn ekki vilja fara því við viljum vinna heiðarlega og lofa ekki öðru en við getum staðið við eða að útlit sé fyrir að sé hægt.
Þegar talað er við kjósendur í síma og enginn er vitni að þá er ýmislegt gefið í skyn og öðru lofað sem ég held að verði erfitt að standa við og þá er spurning til hvaða ráða er gripið til að það sé hægt.
Ég vil bara seigja við sigurveganna til hamingju með sigurinn, en maður verður að seigja satt, eins og auglýst var munið það.
Bloggar | 2.6.2010 | 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er komið að að við veljum okkur fulltrúa í sveitarstjórnir til fjögra ára það er ekki hægt að kjósa aftur til þeirra fyrr nema að til sameininga komi þess vegna er mikilvægt að við kjósendur veljum að vandvirkni það er ekki aftur tekið að fá yfir sig óhæft fólk eða flokka sem ekki eru að vinna fyrir íbúana heldur fyrir einhverja aðra sem hugsanlega hafa greitt fyrir auglýsingar eða styrkt frambjóðendur til valda nóg höfum við af slíku.
Við Framsóknarmenn höfum nú með nýju fólki tekið þann pól í hæðina að auglýsa ekki nema að algjöru lágmarki og þykkja ekki nema mjög lága styrki en láta félagsgjöld bera kosningabaráttuna að mestu.
Sýnum það kjósendur góðir að þetta sé sú barátta sem er að okkar skapi og tryggjum Framsóknarfólkinu góða kosningu og sýnum með því að við látum ekki auglýsingar glepja okkur sín
merkjum X við B á kjördag
Bloggar | 28.5.2010 | 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er svo lítið skrítið að þeir sem ætla að kjósa Bestaflokkinn vilja ekki kjósa framboð sem borin eru fram af stjórnmálaflokkunum vegna þess að flokkarnir hafi staðið sig svo illa.
Það getur vel verið að einstaklingar sem starfað hafa í nafni flokkana hafi ekki staðið sig, en í mörgum framboðum er allt fólkið nýtt en það býður sig fram undir bókstaf flokks og það virðis eitt duga til að ekki sé hægt að styðja einstaklinginn til starfa.
Ef frambjóðendur sem eru í framboði fyrir t.d Bestaflokkinn væru með bókstafinn XD þá væri ekki hægt að kjósa þá en af því að þeir eru (óháðir) þó forystumaðurinn hafi stutt XD þá eru þeir góðir eða hvað.
Ef þetta er almennt viðhorf kjósenda þá er illa komið fyrir lýðræðinu og hér gæti skapast hentistefnu pólitík því allt er pólitík líka að vera svo kallaður óháður.
Hvers vegna seigi ég þetta? vegna þess að þeir sem henda út fólki af listunum ,sem ekki hefur staðið sig þeim er einnig refsað þannig að það skiptir þá ekki máli hvernig hver og einn stendur sig heldur verður með þessu að skipta um bókstaf á fjögra ára fresti því kjósendur setja saman sem merki á milli bókstafa og frammistöðu listans.
Við sjáum Hreyfinguna hún er þannig að þingmennirnir standa einir og það ekki einu sinni saman.
Þannig mun fara ef við förum þessa braut í lýðræðinu.
Við skulum meta þá flokka sem hafa tekið til hjá sér og bjóða nýtt fólk gefum því fólki tækifæri til að sanna sig.
Við höfum ekkert við meiri glundroða að gera við höfum fengið nóg af honum við þurfum framtíðarsýn .
Til þess þurfum við bakland sem styður við það fólk sem kosið er í sveitastjórnir það þarf að geta fengið álit á þeim málum sem það þarf að takast á við þannig getur það frekar tekið réttar ákvarðanir.
Bloggar | 23.5.2010 | 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er ekki rétt hjá sjóðunum að kaupa helmings eign í HS Orku sem er til sölu svona til að tryggja að auðlindir okkar og arður af þeim fari ekki allur úr landi. það getur ekki fengist betri ávöxtun til lengri tíma litið en að eiga auðlind sem gefur arð svo lengi sem land byggist hér.
Við eigum öll að sameinast um að halda auðlindum okkar í landinu og þar með þeim arði sem þær gefa.
Ég vona að þeir sjái að sér strax og stoppi þennan feril annað er brjálæði.
Bloggar | 15.5.2010 | 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
- (netauga)
- Anna Einarsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Arnþór Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni G. P. Hjarðar
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björg Reehaug Jensdóttir
- Brynjar Örvarsson
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Diesel
- Dunni
- Ebba Lóa Ásgeirsdóttir
- Egill Jóhannsson
- Einar Sigurbergur Arason
- Eiríkur Harðarson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Gestur Guðjónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gísli Tryggvason
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Gunnarsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hermann Einarsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingibjörg Daníelsdóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jón Finnbogason
- Jón Pétur Líndal
- Jóna Guðmundsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kári Harðarson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Pálsson
- Magnús Guðjónsson
- Magnús Vignir Árnason
- Marinó G. Njálsson
- Marta B Helgadóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnar Borgþórs
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Reynir Jóhannesson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök Fullveldissinna
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Sigurður Árnason
- Sigurður Þórðarson
- Skúli Sigurðsson
- Svanur Jóhannesson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinbjörn Eyjólfsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Helgason
- TARA
- Torfi Geirmundsson
- Tómas Ellert Tómasson
- maddaman
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ólafur Ragnarsson
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þór Saari
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar